Styrkjum frá Góðgerðafest Blue Car Rental var úthlutað við hátíðlega athöfn á skrifstofu Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll þann 24. október. Þar mættu fulltrúar styrkþega og tóku á móti styrkjum.
Ljóst er að styrkirnir skipta þessi málefni gífurlega miklu máli og munu styðja við og efla þeirra mikilvægu starfsemi.
“Þó að hátíðin sé skemmtileg þá er það úthlutun styrkjanna sem er undirstaðan í Góðgerðarfestinu og ástæðan fyrir því að við leggjum í þessa vinnu. Undirbúningurinn að Góðgerðarfestinu er margra mánaða vinna og uppskeran er svo sannarlega úthlutinin og þakklætið sem fylgir því,” segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental.
Alls söfnuðust um 25 milljónir króna, sem alfarið komu frá framlögum fyrirtækja og einstaklinga, og runnu þær óskipt til 17 góðgerðamála.
Þau málefni sem hlutu styrk að þessu sinnu voru:
Í ár lögðu 93 fyrirtæki söfuninni lið, ásamt fjölda einstaklinga, og eins og sjá má eru styrktaraðilar stoltir af því að vera hluti af Góðgerðafest Blue Car Rental.
“Við hjá Bílaumboðinu Öskju höfum frá upphafi stutt við þetta frábæra framtak félaga okkar hjá Blue Car Rental. Málefnin og þau samtök sem hafa hlotið stuðning á undanförnum árum eru bæði nauðsynleg og mikilvæg fyrir nærsamfélagið í Reykjanesbæ.
Það var okkur sönn ánægja að taka þátt sem endra nær enda mikill fjöldi einstaklinga og fyrirtækja í Reykjanesbæ sem hafa tengingu við okkur og umboðsaðila Ösku í Reykjanesbæ, K-Steinarsson. Góðgerðarfestið er frábær skemmtun og alltaf gaman að mæta og fá að njóta gleðinnar sem hátíðin ber með sér,” segir Kristmann Freyr Dagsson, Sölustjóri Kia.
"Góðgerðarfest Blue Car Rental er í alla staði frábært framtak sem hefur það markmið að styrkja ýmis málefni sem verðskulda meiri athygli og stuðning í samfélaginu. Um leið gefur þetta fyrirtækjum í landinu tækifæri til að leggja sitt af mörkum í þágu verðugra málefna. Blue Car Rental hefur verið í samstarfi við Sahara í mörg ár og þess vegna er það okkur bæði sönn ánægja og heiður að taka þátt í Góðgerðarfest Blue," segir Hallur Jónasson, Sölu- og Gæðastjóri Sahara.
"Við erum stolt af því að leggja góðum málstað lið með stuðningi okkar við Góðgerðarfest Blue og vera hluti af þessari frábæru hátíð sem snýst um að gefa til baka," segir Loftur G. Matthíasson, Framkvæmdastjóri AB Varahluta.
"Góðgerðarfestið er einstaklega falleg leið til að tengja viðskiptavini Blue car við þau góðgerðarmál sem styrkja á hverju sinni. Á sama tíma er þetta tækifæri til að hittast og gleðjast saman. Mannverk er stolt að fá að vera hluti af Góðgerðarfestinu," segir Hjalti Gylfason, Framkvæmdastjóri þróunar hjá Mannverk.