Forsvarsmenn Blue Car Rental, ásamt öðrum velgjörðarmönnum á Suðurnesjum komu Kristjáni Magnússyni heldur betur á óvart með því að gefa honum jeppa af gerðinni Dacia Duster.
Kristján, sem er fatlaður og býr í sveit á Suðurlandi, þurfti nýtt ökutæki til að geta haldið áfram að ferðast um heimahagana.
Bíllinn var í eigu Blue Car Rental, en að gjöfinni komu einnig Skötumessan í Garði og Bílasala K. Steinarsson.
Í frétt mbl.is segir Ásmundur Friðriksson, vinur Kristjáns, að verðandi bíleigandi hafi ekki haft hugmynd um að um gjöf væri að ræða. Kristján hafi verið tilbúinn að kaupa bílinn þegar honum var afhentur þessi óvænti glaðningur.
Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental, segir það verið sanna ánægja að taka þátt í þessu verkefni og sjá Blue-bíl fá nýtt og gott heimili.
“Um árabil höfum við styrkt ýmiss verðug málefni og er þetta sannarlega eitt af þeim. Í þetta sinn fengum við tækifærið til okkar til að taka þátt og gerðum við það með stolti og ánægju. Þessi bíll og Duster-inn almennt reynst okkur frábærlega og það er gott að vita að hann muni gera það áfram hjá nýjum eiganda,” segir Þorsteinn en Dacia Duster hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður og verið vinsælasti bílaleigubíll landsins um árabil.
Í byrjun mars voru öryggisdagar haldnir hjá Blue Car Rental, þar sem starfsmenn allra deilda sóttu fjölbreytt öryggisnámskeið. Markmiðið var að efla öryggisvitund starfsfólks og tryggja öruggari vinnustað fyrir alla.
Hjá Blue Car Rental er öryggi starfsfólks og viðskiptavina ávallt í forgangi. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á öryggismál enda lykilþáttur í starfsemi okkar og fyrirtækjamenningu.
Öryggisdagarnir voru mikilvægur hluti af því og náðu til þriggja helstu sviða: skyndihjálpar, sjálfsvarnar og brunavarna.
Öllu starfsfólki fyrirtækisins var boðið skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða kross Íslands, þar sem farið var yfir grunnatriði skyndihjálpar. Þeir sem sóttu námskeiðið fengu fræðslu og þjálfun í hjartahnoði, notkun hjartastuðtækis, viðbrögðum við köfnun og notkun ofnæmispenna. Námskeiðin voru bæði á íslensku og ensku, og að þeim loknum fengu þátttakendur skyndihjálparskírteini.
Einnig var boðið upp á sjálfsvarnarnámskeið fyrir starfsfólk í framlínu fyrirtækisins, þar sem farið var yfir viðbrögð við aðstæðum sem geta kallað á sjálfsvörn. Námskeiðið var tveggja tíma langt og var sérstaklega ætlað starfsfólki í afgreiðslu og öðrum framlínustörfum.
Að auki sótti starfsfólk brunavarnanámskeið á vegum Securitas, þar sem lögð var áhersla á forvarnir og viðbrögð við eldhættu. Í lok námskeiðsins fengu starfsmenn tækifæri til að prófa að slökkva eld með slökkvitæki, sem var bæði gagnlegt og fræðandi.
Öryggi er ávallt í forgangi hjá Blue Car Rental, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Við trúum því að með aukinni öryggisvitund starfsmanna verður vinnustaðurinn ekki aðeins öruggari heldur þjónustan við viðskiptavini enn betri.
Dagana 4.–6. mars tók Blue Car Rental þátt í alþjóðlegu ferðasýningunni ITB Berlin, einni stærstu og áhrifamestu ráðstefnu ferðaþjónustunnar í heiminum. Þar komu saman sérfræðingar og fyrirtæki frá öllum heimshornum til að kynna nýjungar, efla tengslanet sitt og ræða framtíð ferðaþjónustunnar.
Í ár var viðburðurinn afar umfangsmikill með fulltrúa frá yfir 170 löndum, um 6.000 sýningar og tæplega 100.000 þátttakendur. Frá Íslandi voru um 35 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á sýningunni, þar á meðal Blue Car Rental. Fulltrúar Blue Car Rental voru þeir Halldór Kristinn og Ari Hermóður frá söludeild fyrirtækisins.
Fulltrúar Blue Car Rental nýttu tækifærið til að að kynna okkar frábæru tæknilausnum þar sem skilvirkni og gagnsæi eru í fyrirrúmi. Ásamt því að hitta lykilaðila í B2B-geiranum, efla samstarf við núverandi viðskiptafélaga og mynda tengsl við nýja aðila sem skipuleggja ferðir til Íslands. Viðburðir sem þessir gefa dýrmæt innsýn í þróun ferðaþjónustunnar og skapa tækifæri til vaxtar og nýsköpunar.
Þátttaka í ITB Berlin gerir kleift að fylgjast með nýjustu straumum í ferðaþjónustu, byggja upp sterkt tengslanet og tryggja að viðskiptavinir fái enn betri þjónustu. Fyrir Blue Car Rental er þetta liður í því að halda áfram að veita ferðamönnum á Íslandi framúrskarandi upplifun.
Blue Car Rental er vinnustaður í fremstu röð 2024. Moodup afhendir árlega viðurkenningu til þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði til að hljóta viðurkenninguna, Vinnustaður í fremstu röð árið 2024.
Blue Car Rental er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð árið 2024.
Skilyrðin eru þrjú talsins:
1) Mæla starfsánægju a.m.k. einu sinni á ársfjórðungi.
2) Bregðast við endurgjöf sem starfsfólk skrifar.
3) Ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði.
“Það skiptir okkur miklu máli að starfsánægja sé góð því árangur okkar er byggður á mannauðnum okkar í Blue. Við mælum starfsánægju mánaðarlega ásamt því að nýta okkur sérsniðnar kannanir hjá Moodup. Við erum stolt af því að vera vinnustaður í fremstu röð og er okkur hvatning til að gera enn betur” Jónína Magnúsdóttir, mannauðsstjóri
Blue Car Rental og Snjallgögn hefja nýtt samstarf í þróun snjalllausna.
Gagnadrifin framtíð
„Við hjá Blue Car Rental höfum alltaf lagt mikla áherslu á að nýta gögn og tækni til að bæta þjónustuna okkar. Með nýju samstarfi okkar við Snjallgögn stefnum við á að vera í fararbroddi þegar kemur að tæknilausnum fyrir ferðaþjónustuna. Gervigreind mun að okkar mati gjörbylta upplifun ferðamanna og gera hana bæði einstaklingsmiðaðri og öruggari. Þetta samstarf skapar spennandi tækifæri til að efla þjónustu okkar og ná samkeppnisforskoti á krefjandi markaði,“ segir Magnús Þór Magnússon, viðskiptaþróunarstjóri Blue Car Rental.
Sjálfvirk og sterk snjallmenni
„Snjallgögn hafa um árabil þróað gervigreindarlausnir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, og lausnir okkar hafa leyst milljónir fyrirspurna á ári hverju. Þjónustugreindin, sem er hluti af lausnavöndli okkar, Context Suite, hefur reynst ómetanleg við að bæta sjálfsafgreiðsluferli viðskiptavina. Yfir 60% notenda leysa nú málin sjálfir með aðstoð snjallmennis sem skilur og svarar á þeirra eigin tungumáli. Þessi þróun sýnir hvernig sjálfvirkni og gervigreind geta verið lykilatriði í framtíðarþróun ferðaþjónustu,“ segir Stefán Baxter, forstjóri Snjallgagna.
Um snjallgögn
Snjallgögn er íslenskt hugbúnaðarhús með tíu starfsmenn, staðsett í Reykjavík, sem sérhæfir sig í þróun gervigreindarlausna fyrir atvinnulífið. Meðal viðskiptavina Snjallgagna eru Arctic Adventures, Bónus, Elko, Nova, RARIK og Skatturinn. Bakvið Snjallgögn standa fjárfestar á borð við Founders Ventures, MGMT Ventures, Tennin, Icelandic Venture Studio og Bright Ventures.
Styrkjum frá Góðgerðafest Blue Car Rental var úthlutað við hátíðlega athöfn á skrifstofu Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll þann 24. október. Þar mættu fulltrúar styrkþega og tóku á móti styrkjum.
Ljóst er að styrkirnir skipta þessi málefni gífurlega miklu máli og munu styðja við og efla þeirra mikilvægu starfsemi.
“Þó að hátíðin sé skemmtileg þá er það úthlutun styrkjanna sem er undirstaðan í Góðgerðarfestinu og ástæðan fyrir því að við leggjum í þessa vinnu. Undirbúningurinn að Góðgerðarfestinu er margra mánaða vinna og uppskeran er svo sannarlega úthlutinin og þakklætið sem fylgir því,” segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental.
Alls söfnuðust um 25 milljónir króna, sem alfarið komu frá framlögum fyrirtækja og einstaklinga, og runnu þær óskipt til 17 góðgerðamála.
Þau málefni sem hlutu styrk að þessu sinnu voru:
Í ár lögðu 93 fyrirtæki söfuninni lið, ásamt fjölda einstaklinga, og eins og sjá má eru styrktaraðilar stoltir af því að vera hluti af Góðgerðafest Blue Car Rental.
“Við hjá Bílaumboðinu Öskju höfum frá upphafi stutt við þetta frábæra framtak félaga okkar hjá Blue Car Rental. Málefnin og þau samtök sem hafa hlotið stuðning á undanförnum árum eru bæði nauðsynleg og mikilvæg fyrir nærsamfélagið í Reykjanesbæ.
Það var okkur sönn ánægja að taka þátt sem endra nær enda mikill fjöldi einstaklinga og fyrirtækja í Reykjanesbæ sem hafa tengingu við okkur og umboðsaðila Ösku í Reykjanesbæ, K-Steinarsson. Góðgerðarfestið er frábær skemmtun og alltaf gaman að mæta og fá að njóta gleðinnar sem hátíðin ber með sér,” segir Kristmann Freyr Dagsson, Sölustjóri Kia.
"Góðgerðarfest Blue Car Rental er í alla staði frábært framtak sem hefur það markmið að styrkja ýmis málefni sem verðskulda meiri athygli og stuðning í samfélaginu. Um leið gefur þetta fyrirtækjum í landinu tækifæri til að leggja sitt af mörkum í þágu verðugra málefna. Blue Car Rental hefur verið í samstarfi við Sahara í mörg ár og þess vegna er það okkur bæði sönn ánægja og heiður að taka þátt í Góðgerðarfest Blue," segir Hallur Jónasson, Sölu- og Gæðastjóri Sahara.
"Við erum stolt af því að leggja góðum málstað lið með stuðningi okkar við Góðgerðarfest Blue og vera hluti af þessari frábæru hátíð sem snýst um að gefa til baka," segir Loftur G. Matthíasson, Framkvæmdastjóri AB Varahluta.
"Góðgerðarfestið er einstaklega falleg leið til að tengja viðskiptavini Blue car við þau góðgerðarmál sem styrkja á hverju sinni. Á sama tíma er þetta tækifæri til að hittast og gleðjast saman. Mannverk er stolt að fá að vera hluti af Góðgerðarfestinu," segir Hjalti Gylfason, Framkvæmdastjóri þróunar hjá Mannverk.
Við hjá Blue Car Rental erum afar stolt af því að hafa verið eitt af þeim fyrirtækjum sem hlaut viðurkenningu frá Creditinfo Ísland fyrir framúrskarandi árangur í rekstri fyrir rekstrarárið 2023.. Líta má á viðurkenninguna sem staðfestingu á styrkleika fyrirtækisins og því trausta starfi sem liggur að baki þeim árangri sem náðst hefur. Lykillinn að þessum góða árangri nú sem endranær er frábært starfsfólk sem leggur sig fram um að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Við höfum lagt áherslu á að byggja upp langtíma viðskiptasambönd sem byggjast á trausti og áreiðanleika, og það væri ekki mögulegt án hinnar miklu samvinnu og krafta sem starfsfólkið okkar leggur í starfið.
Hvatning til framtíðar
Viðurkenningin frá Creditinfo er ekki aðeins staðfesting á þeim árangri sem við höfum náð heldur einnig mikilvæg hvatning til framtíðar. Það er okkur einnig mikilvægt að sýna viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum að við leggjum mikinn metnað í að byggja upp fyrirtækis sem byggir á styrkum stoðum, góðum og sjálfbærum rekstri þar sem hver og einn innan fyrirtækisins spilar mikilvægt hlutverk.
Ætlun okkar til framtíðar er að leggja enn frekari áherslu á að styrkja þjónustuna, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við munum halda áfram að fjárfesta í nýjum lausnum og skapa sveigjanleika til að mæta fjölbreyttum þörfum á nútíma markaði. Blue Car Rental er staðráðið í að vera áfram leiðandi afl í ferðaþjónustunni á Íslandi og halda áfram að sýna framúrskarandi árangur.