Styrkjum frá Góðgerðafest Blue Car Rental var úthlutað við hátíðlega athöfn á skrifstofu Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll þann 24. október. Þar mættu fulltrúar styrkþega og tóku á móti styrkjum.
Ljóst er að styrkirnir skipta þessi málefni gífurlega miklu máli og munu styðja við og efla þeirra mikilvægu starfsemi.
“Þó að hátíðin sé skemmtileg þá er það úthlutun styrkjanna sem er undirstaðan í Góðgerðarfestinu og ástæðan fyrir því að við leggjum í þessa vinnu. Undirbúningurinn að Góðgerðarfestinu er margra mánaða vinna og uppskeran er svo sannarlega úthlutinin og þakklætið sem fylgir því,” segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental.
Alls söfnuðust um 25 milljónir króna, sem alfarið komu frá framlögum fyrirtækja og einstaklinga, og runnu þær óskipt til 17 góðgerðamála.
Þau málefni sem hlutu styrk að þessu sinnu voru:
Í ár lögðu 93 fyrirtæki söfuninni lið, ásamt fjölda einstaklinga, og eins og sjá má eru styrktaraðilar stoltir af því að vera hluti af Góðgerðafest Blue Car Rental.
“Við hjá Bílaumboðinu Öskju höfum frá upphafi stutt við þetta frábæra framtak félaga okkar hjá Blue Car Rental. Málefnin og þau samtök sem hafa hlotið stuðning á undanförnum árum eru bæði nauðsynleg og mikilvæg fyrir nærsamfélagið í Reykjanesbæ.
Það var okkur sönn ánægja að taka þátt sem endra nær enda mikill fjöldi einstaklinga og fyrirtækja í Reykjanesbæ sem hafa tengingu við okkur og umboðsaðila Ösku í Reykjanesbæ, K-Steinarsson. Góðgerðarfestið er frábær skemmtun og alltaf gaman að mæta og fá að njóta gleðinnar sem hátíðin ber með sér,” segir Kristmann Freyr Dagsson, Sölustjóri Kia.
"Góðgerðarfest Blue Car Rental er í alla staði frábært framtak sem hefur það markmið að styrkja ýmis málefni sem verðskulda meiri athygli og stuðning í samfélaginu. Um leið gefur þetta fyrirtækjum í landinu tækifæri til að leggja sitt af mörkum í þágu verðugra málefna. Blue Car Rental hefur verið í samstarfi við Sahara í mörg ár og þess vegna er það okkur bæði sönn ánægja og heiður að taka þátt í Góðgerðarfest Blue," segir Hallur Jónasson, Sölu- og Gæðastjóri Sahara.
"Við erum stolt af því að leggja góðum málstað lið með stuðningi okkar við Góðgerðarfest Blue og vera hluti af þessari frábæru hátíð sem snýst um að gefa til baka," segir Loftur G. Matthíasson, Framkvæmdastjóri AB Varahluta.
"Góðgerðarfestið er einstaklega falleg leið til að tengja viðskiptavini Blue car við þau góðgerðarmál sem styrkja á hverju sinni. Á sama tíma er þetta tækifæri til að hittast og gleðjast saman. Mannverk er stolt að fá að vera hluti af Góðgerðarfestinu," segir Hjalti Gylfason, Framkvæmdastjóri þróunar hjá Mannverk.
Við hjá Blue Car Rental erum afar stolt af því að hafa verið eitt af þeim fyrirtækjum sem hlaut viðurkenningu frá Creditinfo Ísland fyrir framúrskarandi árangur í rekstri fyrir rekstrarárið 2023.. Líta má á viðurkenninguna sem staðfestingu á styrkleika fyrirtækisins og því trausta starfi sem liggur að baki þeim árangri sem náðst hefur. Lykillinn að þessum góða árangri nú sem endranær er frábært starfsfólk sem leggur sig fram um að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Við höfum lagt áherslu á að byggja upp langtíma viðskiptasambönd sem byggjast á trausti og áreiðanleika, og það væri ekki mögulegt án hinnar miklu samvinnu og krafta sem starfsfólkið okkar leggur í starfið.
Hvatning til framtíðar
Viðurkenningin frá Creditinfo er ekki aðeins staðfesting á þeim árangri sem við höfum náð heldur einnig mikilvæg hvatning til framtíðar. Það er okkur einnig mikilvægt að sýna viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum að við leggjum mikinn metnað í að byggja upp fyrirtækis sem byggir á styrkum stoðum, góðum og sjálfbærum rekstri þar sem hver og einn innan fyrirtækisins spilar mikilvægt hlutverk.
Ætlun okkar til framtíðar er að leggja enn frekari áherslu á að styrkja þjónustuna, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við munum halda áfram að fjárfesta í nýjum lausnum og skapa sveigjanleika til að mæta fjölbreyttum þörfum á nútíma markaði. Blue Car Rental er staðráðið í að vera áfram leiðandi afl í ferðaþjónustunni á Íslandi og halda áfram að sýna framúrskarandi árangur.
Góðgerðarfest Blue Car Rental var haldið í fjórða sinn þann 12. október síðastliðinn. Þemað á hátíðinni er í anda hinna þýsku Októberfesta þar sem allir gestir mæta í lederhosen og dirndl búningum. Hátíðin er afar vinsæl og í ár komu yfir 700 gestir til að skemmta sér og skála að þýskum sið. Á sama tíma og Góðgerðarfestið er mikil skemmtun hefur hátíðin göfugan tilgang eins og nafnið gefur til kynna. Síðustu fjögur ár hefur starfsfólk Blue Car Rental staðið fyrir söfnun í góðgerðarmál samhliða hátíðinni og þannig breytt viðburðnum úr því að vera partý yfir í að vera góðgerðarviðburður.
Á fyrstu þremur hátíðunum höfðu samtals safnast um 50 milljónir en í ár náði söfnunin nýjum hæðum. Samtals söfnuðust yfir 25 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem renna algjörlega óskiptar í göfug og mikilvæg málefni í nærsamfélagi okkar líkt og áður. Þau 17 málefni sem hlutu styrk í ár er að finna neðst í greininni.
Þó við getum með sanni sagt að við séum stolt að því að viðburðurinn sjálfur sé á vegum Blue Car Rental og við eigum frumkvæðið að söfnuninni eru það hins vegar framlög þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem koma að söfnuninni sem tryggja það að Góðgerðarfestið nái þeim einstaka tilgangi sem fyrr greinir. Í ár voru 93 fyrirtæki auk fjölda einstaklinga sem komu að söfnuninni og eru þessir aðilar undirstaða söfnunarinnar. Finna má vörumerki allra fyrirtækja sem lögðu söfnunni lið á myndinni fyrir neðan. Án ykkar væri þetta bara partý!
Við hjá Blue Car Rental viljum senda okkar bestu þakkir til allra þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem komu í þessa vegferð með okkur og lögðu málefnunum lið. Takk fyrir frábæra hátíð. Einnig þökkum við öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að einum eða öðrum hætti að Góðgerðarfestinu og hjálpuðum okkur að láta þetta verða að veruleika. Þá þökkum við öllum gestunum að sjálfsögðu fyrir komuna en við getum ekki beðið eftir því að halda fimmta Góðgerðarfestið á næsta ári. Þar höfum við sett markið á að toppa söfnunina í ár og rjúfa þannig 100 milljón króna múrinn í heildina.
Úthlutun styrkja mun fara fram fimmtudaginn n.k. á skrifstofum Blue Car Rental við Blikavöll 3.
Blue Car Rental tók þátt í starfsgreinakynningu grunnskólanemenda í Blue höllinni þann 28. september.
Um 800 grunnskólanemendur mættu á kynninguna og hittu starfsfólk úr ólíkum starfsgreinum.
Blue Car Rental kynnti fjölbreytt störf sem fyrirtækið býður uppá eins og bílamálara, bifvélavirkja, forritara, mannauðsstjóra og þjónustufulltrúa.
Þetta var í fyrsta sinn sem bílaleiga tók þátt í starfsgreinakynningunni og vonum við að nemendur hafi haft gagn og gaman af.
Við hjá Blue Car Rental tókum nýlega þátt í Vestnorden, einni af stærstu viðskiptaráðstefnum ferðaþjónustunnar á Norðurlöndum, sem fram fór í Færeyjum. Vestnorden veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu frábært tækifæri til að eiga viðskiptafundir, styrkja tengsl við samstarfsaðila og hitta nýja viðskiptavini.
Það var ánægjulegt að hitta okkar traustu viðskiptavini og skapa ný sambönd sem munu vonandi blómstra á komandi árum. Ráðstefnan var vel skipulögð og gaf okkur dýrmæta innsýn í markaðinn sem og nýja viðskiptamöguleika.
Við hlökkum mikið til Vestnorden á næsta ári, þar sem ráðstefnan verður haldin á Akureyri, og vonumst til að sjá ykkur þar!
vestnorden@2x-100.jpg
Blue Car Rental hefur enn á ný hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, að mati Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Fyrirtækið er eitt fjölmargra fyrirtækja sem hafa hlotið hafa umrædda viðurkenningu, en hún byggir á nokkkuð ströngum skilyrðum og kröfum sem taka til árangurs í rekstri og styrks á markaði.
Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Þau þurfa að sýna fram á stöðugleika í rekstri, góðan fjárhagslegan styrk og góða rekstrarhæfni. Einnig er horft til heilbrigðrar skuldastöðu, skilvirkrar stjórnarhátta og stöðugs vaxtar. Árangurinn er staðfesting á því að Blue Car Rental hefur náð að skapa traustan og skilvirkan rekstur á markaði þar sem samkeppni er hörð.
Það sem gerir þennan árangur mögulegan er hið framúrskarandi starfsfólk Blue Car Rental. Með mikla fagmennsku, jákvæðni og hæfni hafa þau unnið ötullega að því að bæta þjónustuna og styrkja stöðu fyrirtækisins. Hver og einn starfsmaður hefur lagt sitt af mörkum til að gera Blue Car Rental að því öfluga fyrirtæki sem það er í dag.
Við erum stolt af þessum árangri og þökkum starfsfólki okkar fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Blue Car Rental mun halda áfram að byggja á þessum sterka grunni til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hverjum degi.
„Við höfum alltaf lagt okkur fram um að styrkja íþróttafélög og viðburði í nærsamfélaginu. Styrkur við mótið markar tímamót því þetta er í fyrsta skiptið sem við styrkjum viðburð í Vogunum,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental.
Hann skrifaði á dögunum fyrir hönd bílaleigunnar undir samning sem styrktaraðili Landsmóts UMFÍ 50+, sem verður í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní. Mótið hefur verið haldið árlega um allt land og aldrei á sama stað. Mótið er nú í fyrsta sinn haldið í Vogum.
Undir samninginn skrifaði Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ.
Strandarhlaup Blue
Á meðal viðburða á mótinu var Strandarhlaup Blue, sem var ein af opnum greinum mótsins. Tíu ár eru síðan blásið var í fyrsta sprettinn í því. Allir sem vilja gátu tekið þátt í Strandarhlaupi Blue.
Keppt var í tveimur aldursflokkum, 49 ára og yngri og 50 ára og eldri.