Bílaleigan Blue Car Rental var stofnuð árið 2010 og er í dag með stærri bílaleigum landsins. Frá stofnun höfum við þjónustað yfir eina milljón ferðamenn sem hafa komið og ferðast hér um allt land á öruggum bíl.
Við erum þó miklu meira en bílaleiga. Hjá okkur starfa yfir 100 einstaklingar í mjög fjölbreyttum störfum. Virði Blue Car Rental liggur í mannauðnum þar sem þekking og færni starfsmanna næri yfir afar mörg svið og endurspeglar ferðalag bílsins frá því hann er keyptur, leigður lagaður og loks seldur.
Kjarnastarfsemi okkar er útleiga á bílaleigubílum til ferðamanna en því fylgja ýmis afleiðandi verkefni. Blue Car Rental rekur þar á meðal fullkomið þjónustuverkstæði þar sem við lögum alla okkar bíla, þjónustum þá, skiptum um rúður, dekk og aðra hluti. Þá búum við einnig yfir fullbúnu sprautuverkstæði og því ekkert sem snýr að bílnum sem við getum ekki sinnt. Við horfum á okkur sem gagnadrifin og tæknisinnaðan vinnustað sem leitast eftir því að vera leiðandi á markaði í nýstárlegri hugsun og þjónustu til viðskiptavina. Öll vinnum við að því sameiginlega markmiði að tryggja áhyggjulaust ferðalag og setjum gagnsæi, öryggi og einstaka upplifun okkar viðskiptavina ávallt í forgang.
Afhending bílaleigubíla er kjarninn í okkar starfsemi. Við leggjum ávallt mesta áherslu á upplifun viðskiptavinarins. Alveg frá því að hann fer inn á heimasíðu okkar og þar til að hann skilar bílnum. Þarfir viðskiptavinarins eru í forgangi og er þeim mætt með okkar sérhæfðu lausnum. Með því að færa allt leiguferlið frá skrifstofunni yfir í veflausnir og snjalltæki, höfum við auðveldað ferðalagið, biðraðir heyra sögunni til og upplýsingagjöfin afar nákvæm.
Ísland er einstakur áfangastaður, ólíkur öllum öðrum löndum. Fáir koma hingað í borgarferð yfir helgi. Ferðalangar staldra yfirleitt lengi við og vilja ferðast vítt og breytt um landið og við fögnum því. Að lenda í vandræðum með bílinn getur haft mikil áhrif á ekki bara upplifunina heldur ferðalagið sjálft og skipulag þess. Því leggjum við afar mikið upp úr því að tryggja áreiðanleiki í okkar vörum og þjónusta. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval fjórhjóladrifna bíla, erum með nýjasta bílaleiguflota landsins, vegaðstoð allan sólarhringinn og ítarlegar upplýsingar um hvernig öruggt sé að ferðast um Ísland. Við sjáum til þess að viðskiptavinir okkar upplifi öryggi þegar þeir ferðast með Blue Car Rental.
Við vitum hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri og sú vinna stoppar aldrei. Samkeppnin á bílaleigumarkaði er mikil og það kallar á orku, sveigjanleika og nýstárlegar hugsanir að leiða á okkar markaði. All flestir samkeppnisaðilar eru að selja sama bílaleigubílinn og því reynir svo sannarlega á að skera sig úr fjöldanum. Það gerum við með stöðugri nýsköpun og þróun á okkar lausnum. Við höfum að fullu fært hið ævaforna afgreiðsluferli bílaleigubíla frá afgreiðsluborði í síma eða tölvu viðskiptavina. Þannig höfum við gjörbylt því hvernig bílar eru afhentir í okkar grein. ´
Við trúum því að við séum með bestu bílaleiguþjónustu sem í boði er, ekki bara á Íslandi heldur í heimi. Við erum leiðandi með því að velta sífellt fyrir okkur breyttum þörfum viðskiptavinarins sem fara stöðugt vaxandi. Við einsetjum okkur að einfalda allt bílaleigu ferlið bæði fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Einungis þannig næst staðfærsla á gæðunum í okkar þjónustu.
Að vera framúrskarandi að öllu leyti er það sem við stefnum á. Áreiðanleiki og traust er það sem við stöndum fyrir og við tryggjum það með stöðugum umbótum á okkar starfsemi, nýsköpun í þjónustu og umfram allt, frábæru starfsfólki.
Framkvæmdarstjórn Blue ber ábyrgð á daglegri stjórnun og ákvarðanatöku innan fyrirtækisins. Hún samhæfir stefnu fyrirtækisins, tekur mikilvægar ákvarðanir um rekstur, fjármál og mannauð, og tryggir að markmið fyrirtækisins séu náð. Framkvæmdarstjórnin vinnur náið með stjórn fyrirtækisins til að framfylgja stefnum og ferlum sem styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins.