Í byrjun mars voru öryggisdagar haldnir hjá Blue Car Rental, þar sem starfsmenn allra deilda sóttu fjölbreytt öryggisnámskeið. Markmiðið var að efla öryggisvitund starfsfólks og tryggja öruggari vinnustað fyrir alla.
Hjá Blue Car Rental er öryggi starfsfólks og viðskiptavina ávallt í forgangi. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á öryggismál enda lykilþáttur í starfsemi okkar og fyrirtækjamenningu.
Öryggisdagarnir voru mikilvægur hluti af því og náðu til þriggja helstu sviða: skyndihjálpar, sjálfsvarnar og brunavarna.
Öllu starfsfólki fyrirtækisins var boðið skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða kross Íslands, þar sem farið var yfir grunnatriði skyndihjálpar. Þeir sem sóttu námskeiðið fengu fræðslu og þjálfun í hjartahnoði, notkun hjartastuðtækis, viðbrögðum við köfnun og notkun ofnæmispenna. Námskeiðin voru bæði á íslensku og ensku, og að þeim loknum fengu þátttakendur skyndihjálparskírteini.
Einnig var boðið upp á sjálfsvarnarnámskeið fyrir starfsfólk í framlínu fyrirtækisins, þar sem farið var yfir viðbrögð við aðstæðum sem geta kallað á sjálfsvörn. Námskeiðið var tveggja tíma langt og var sérstaklega ætlað starfsfólki í afgreiðslu og öðrum framlínustörfum.
Að auki sótti starfsfólk brunavarnanámskeið á vegum Securitas, þar sem lögð var áhersla á forvarnir og viðbrögð við eldhættu. Í lok námskeiðsins fengu starfsmenn tækifæri til að prófa að slökkva eld með slökkvitæki, sem var bæði gagnlegt og fræðandi.
Öryggi er ávallt í forgangi hjá Blue Car Rental, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Við trúum því að með aukinni öryggisvitund starfsmanna verður vinnustaðurinn ekki aðeins öruggari heldur þjónustan við viðskiptavini enn betri.