Forsvarsmenn Blue Car Rental, ásamt öðrum velgjörðarmönnum á Suðurnesjum komu Kristjáni Magnússyni heldur betur á óvart með því að gefa honum jeppa af gerðinni Dacia Duster.
Kristján, sem er fatlaður og býr í sveit á Suðurlandi, þurfti nýtt ökutæki til að geta haldið áfram að ferðast um heimahagana.
Bíllinn var í eigu Blue Car Rental, en að gjöfinni komu einnig Skötumessan í Garði og Bílasala K. Steinarsson.
Í frétt mbl.is segir Ásmundur Friðriksson, vinur Kristjáns, að verðandi bíleigandi hafi ekki haft hugmynd um að um gjöf væri að ræða. Kristján hafi verið tilbúinn að kaupa bílinn þegar honum var afhentur þessi óvænti glaðningur.
Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental, segir það verið sanna ánægja að taka þátt í þessu verkefni og sjá Blue-bíl fá nýtt og gott heimili.
“Um árabil höfum við styrkt ýmiss verðug málefni og er þetta sannarlega eitt af þeim. Í þetta sinn fengum við tækifærið til okkar til að taka þátt og gerðum við það með stolti og ánægju. Þessi bíll og Duster-inn almennt reynst okkur frábærlega og það er gott að vita að hann muni gera það áfram hjá nýjum eiganda,” segir Þorsteinn en Dacia Duster hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður og verið vinsælasti bílaleigubíll landsins um árabil.