Góðgerðarfest Blue Car Rental var haldið í fjórða sinn þann 12. október síðastliðinn. Þemað á hátíðinni er í anda hinna þýsku Októberfesta þar sem allir gestir mæta í lederhosen og dirndl búningum. Hátíðin er afar vinsæl og í ár komu yfir 700 gestir til að skemmta sér og skála að þýskum sið. Á sama tíma og Góðgerðarfestið er mikil skemmtun hefur hátíðin göfugan tilgang eins og nafnið gefur til kynna. Síðustu fjögur ár hefur starfsfólk Blue Car Rental staðið fyrir söfnun í góðgerðarmál samhliða hátíðinni og þannig breytt viðburðnum úr því að vera partý yfir í að vera góðgerðarviðburður.
Á fyrstu þremur hátíðunum höfðu samtals safnast um 50 milljónir en í ár náði söfnunin nýjum hæðum. Samtals söfnuðust yfir 25 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem renna algjörlega óskiptar í göfug og mikilvæg málefni í nærsamfélagi okkar líkt og áður. Þau 17 málefni sem hlutu styrk í ár er að finna neðst í greininni.
Þó við getum með sanni sagt að við séum stolt að því að viðburðurinn sjálfur sé á vegum Blue Car Rental og við eigum frumkvæðið að söfnuninni eru það hins vegar framlög þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem koma að söfnuninni sem tryggja það að Góðgerðarfestið nái þeim einstaka tilgangi sem fyrr greinir. Í ár voru 93 fyrirtæki auk fjölda einstaklinga sem komu að söfnuninni og eru þessir aðilar undirstaða söfnunarinnar. Finna má vörumerki allra fyrirtækja sem lögðu söfnunni lið á myndinni fyrir neðan. Án ykkar væri þetta bara partý!
Við hjá Blue Car Rental viljum senda okkar bestu þakkir til allra þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem komu í þessa vegferð með okkur og lögðu málefnunum lið. Takk fyrir frábæra hátíð. Einnig þökkum við öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að einum eða öðrum hætti að Góðgerðarfestinu og hjálpuðum okkur að láta þetta verða að veruleika. Þá þökkum við öllum gestunum að sjálfsögðu fyrir komuna en við getum ekki beðið eftir því að halda fimmta Góðgerðarfestið á næsta ári. Þar höfum við sett markið á að toppa söfnunina í ár og rjúfa þannig 100 milljón króna múrinn í heildina.
Úthlutun styrkja mun fara fram fimmtudaginn n.k. á skrifstofum Blue Car Rental við Blikavöll 3.