Meðlimir Hæfingarstöðvarinnar á Reykjanesi kíktu í heimsókn til Blue Car Rental þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn í tilefni af árlega Blue Cares deginum. Hjá Hæfingastöðinni er lögð er áhersla á að veita einstaklingum með sérþarfir hvatningu og stuðning.
Blue Cares er verkefni á vegum Blue Car Rental þar sem stutt er við þeirra frábæra starf. Markmið heimsóknarinnar er kynna starfsemi bílaleigunnar fyrir meðlimum Hæfingarstöðvarinnar á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Optical Studio - 7. júlí Blue Car Rental hefur ætíð lagt áherslu á styðja við sitt samfélag.
Blue Cares er hluti af þeirri vegferð og er fyrirtækið stolt af sínu blómlega samstarfi við Hæfingarstöðina. Alls mættu um 40 gestir frá Hæfingarstöðinni að þessu sinni og heppnaðist dagurinn einstaklega vel. Áhuginn og metnaðurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Eins og við mátti búast voru meðlimir Hæfingarstöðvarinnar óhræddir við að taka að sér hin ýmsu störf og leysa þau með bros á vör.
Dagskráin hófst í húsi Hæfingarstöðvarinnar þar sem allir fengu afhentan sérútbúinn Blue Cares bol að gjöf. Þaðan var haldið af stað til allra starfsstöðva Blue Car Rental í Reykjanesbæ. Fyrsti viðkomustaður var Blikavellir 3. Þar tók Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi og forstjóri Blue Car Rental, tók á móti hópnum. Eftir stutta kynningu á starfseminni var farin skoðunarferð um útleigu- og þvottastöð fyrirtækisins. Þar bauðst öllum, sem höfðu áhuga á, að spreyta sig á hinum ýmsum störfum sem þar eru unnin. Að því loknu heimsótti hópurinn verkstæði Blue Car Rental á Hólmbergsbraut. Þar fékk hópurinn einnig kynningu og tækifæri á að leysa verkefni þar.
Dagskránni lauk svo með veislu í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Hafnargötu 55. Þar gæddu gestir sér á pizzum og spjölluðu við starfsmenn áður en haldið var aftur í hús Hæfingarstöðvarinnar.