Við getum með stolti sagt að Góðgerðarfestin okkar vaxi með hverju árinu en á síðustu þremur árum hafa safnast hátt í 50 milljónir sem renna óskert til góðgerðarmála 💙
Samfélagið skiptir okkur máli og er Góðgerðarfest Blue ein af okkar leiðum til að styrkja og vekja athygli á þeim mikilvægu málefnum og störfum sem unnin eru hér á svæðinu.
Góðgerðarfest Blue er vettvangur fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að koma saman í krafti fjöldans og láta gott að sér leiða 💪
Hver króna sem kemur inn rennur óskipt í söfnunina og það eru framlögin sem hátíðin stendur fyrir.
Ellefu aðilar, félög og góðgerðarsamtök hlutu styrki fyrir samtals tuttugu milljónir króna.
Eftirfarandi aðilar fengu styrk árið 2023:
Hæfingarstöðin, dagþjónustuúrræði sem gefur einstaklingum með langvarandi stuðningaþarfir tækifæri til þess að auka hæfni sína til starfa og taka þátt í daglegu lífi. 2.500.000
Krabbameinsfélag Suðurnesja 2.500.000
Björgunarsveit Suðurnesja 2.500.000
Minningarsjóður Ragga Margeirs 2.500.000
Minningarsjóður Ölla 2.500.000
Einhverfudeildir á Suðurnesjum Öspin, Eikin Lindin og Ásgarður 5.000.000 (1.250.000 hver deild)
Góðvild, félagasamtök sem styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldur þeirra. 1.250.000
Bumbulóní, góðgerðarfélag
Takk allir sem komu að söfnuninni !