Leigutaki samþykkir ákvæði þessa leigusamnings og hefur fengið rafrænt afrit af honum.
Leigutaki hefur fengið ökutækið ásamt öllum fylgihlutum í ásættanlegu og öruggu ástandi.
Leigutaki/ökumaður hefur náð a.m.k. 18 ára aldri og þarf að hafa haft fullgilt ökuskírteini í a.m.k. eitt ár þegar leiga hefst. Leigutaki/ökumaður þarf alltaf að fara eftir íslenskum lögum og reglum við akstur.
Leigutaki ber ábyrgð á ökutæki frá þeim tíma sem hann fær ökutækið afhent og þar til Blue Car Rental hefur staðfest að bíl hafi verið skilað að leigu lokinni.
Leigutaki skal skila ökutækinu í samræmi við neðan greinda skilmála nema samið sé sérstaklega um annað:
Með alla fylgihluti (svo sem hjólbörðum, verkfærum, skjölum og öðrum hlutum) í sama ásigkomulagi og þeir voru í upphafi leigu að undanskildu eðlilegu sliti vegna notkunar. Leigutaki samþykkir að kostnaðarverð einstakra hluta sem kunna að skemmast eða vantar við skil verði skuldfært af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða innheimt með reikningi.
Á tilskildum tíma samkvæmt samningi eða fyrr, krefjist Blue Car Rental þess.
Á skrifstofu Blue Car Rental nema að annað sé skriflega samþykkt. Sé það ekki gert samþykkir leigutaki að sérstakt skilagjald, að upphæð 250 kr. per km utan Reykjavíkur en aldrei lægri upphæð en 35.000 kr., verði skuldfært af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða innheimt með reikningi.
Með jafn miklu eldsneyti og var í eldsneytistanki við upphaf leigu skv. ástandsskýrslu ökutækis. Leigutaki samþykkir að kostnaður þess eldsneytis sem vantar uppá verði skuldfært af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða innheimt með reikningi. Verð eldsneytis fer eftir verðlista á heimasíðu Blue Car Rental og inniheldur þjónustugjald.
Nægilega hreinu að innan jafnt sem utan. Sé ökutæki skilað óhóflega óhreinu hefur Blue Car Rental heimild til að rukka hreinsunargjald fyrir bílinn skv. núverandi verðlista. Leigutaki samþykkir að hreinsunargjald þetta verði skuldfært af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða innheimt með reikningi.
Framlenging á leigusamningi er háð samþykki Blue Car Rental. Ef leigutaki skilar ökutæki eftir umsaminn skilatíma er Blue Car Rental heimilt að rukka leigutaka um sólarhringsgjald skv. verðskrá á heimasíðu félagsins auk 10.000 kr sektar. Fyrir hvern dag þar á eftir er Blue Car Rental heimilt að innheimta sólarhringsgjald skv. verðskrá á heimasíðu félagsins. Leigutaki samþykkir að gjöld þessi megi skuldfæra af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða innheimt með reikningi. Takist leigutaka ekki að skila ökutæki á umsömdum tíma skv. þessum leigusamningi né tilkynna Blue Car Rental um fyrirhugaða framlengingu er Blue Car Rental eða lögreglu heimilt að endurheimta ökutæki fyrirvaralaust og á kostnað leigutaka.
Ökutækinu skal stjórnað og ekið gætilega. Einungis þeir sem skráðir eru ökumenn á samningi þessum er heimilt að aka ökutækinu nema sérstaklega sé samið um annað. Ef ökutæki er ekið af einhverjum sem ekki er skráður í þessum leigusamningi ógildast allar tryggingar en á þó ekki við ef sérstaklega er samið um annað, s.s. ef fyrirtæki eða ríkisstofnun leigir og ber ábyrgð á bifreið. Þá ber leigutaki fulla ábyrgð á ökutækinu og tjóni sem það kann að verða fyrir, tjóni sem það kann að valda öðrum, hlutum eða ökutækjum, og er skuldbundinn til að greiða slíkt tjón að fullu. Leigutaki samþykkir að umræddur kostnaður verði skuldfærður af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða innheimtur með reikningi.
Leigutaki ber ábyrgð á tjóni sem leiðir af notkun ökutækisins og heimilt er að innheimta kostnað vegna tjóna sem verða við fyrrgreindar kringumstæður með skuldfærslu af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða með reikningi. Ekki fæst bætt af vátryggingarfélagi ökutækisins, þ.m.t. tjóni á ökutækinu og/eða farþegum sem rekja má til eftirtalinna þátta:
Aksturs þar sem akstur er bannaður skv. lögum, það er utan merktra vega, á ómerktum stígum eða slóðum, á ströndum eða á öðrum sandlendum svæðum, í grunnum vötnum eða hverskonar öðrum veglausum svæðum.
Aksturs í eða yfir ár eða í hvers konar vatnsföllum.
Ásetningsverka, stórkostlegs gáleysis eða algert kæruleysi ökumanns.
Notkunar ökutækis undir áhrifum áfengis eða eftirlitsskyldra- eða ólöglegra efna.
Notkunar ökutækisins er brýtur í bága við landslög og/eða ákvæði leigusamnings.
Aksturs á fólksbílum (ekki 4x4 ökutækjum) á vegum sem eru F-merktir á opinberum kortum og á vegunum um Kjöl (vegur 35) og Kaldadal (vegur 550). Brot á þessu ákvæði varðar við sekt að fjárhæð 300.000 kr, sem rukkast af Blue Car Rental auk sektar sem kann að hafa verið rukkuð af lögreglu. Framangreind ákvæði um sekt hafa ekki áhrif á skyldur leigutaka um að greiða Blue Car Rental bætur vegna tjóns. Akstur 4x4 jeppa er leyfður á ofangreindum vegum.
Aksturs á vegum sem eru lokaðir samkvæmt Vegagerðinni (www.road.is).
Sé um árekstur eða tjón að ræða skal leigutaki tafarlaust tilkynna atvikið til Blue Car Rental ásamt lögreglu. Leigutaka er ekki heimilt að yfirgefa vettvang áður en lögregla er komin eða tjónaskýrsla hefur verið útfyllt. Leigutaka ber skylda að tilkynna Blue Car Rental allar skemmdir á bílnum, burtséð frá eðli trygginga á leigu.
Fjöldi kílómetra (km) sem ökutækið hefur farið á meðan samningur þessi er í gildi ræðst af lestri viðeigandi mælis sem fylgir frá framleiðanda ökutækis. Leigutaki skal tilkynna Blue Car Rental tafarlaust ef kílómetramælirinn er í ólagi eða hættir að virka á meðan leigu stendur.
Leigutaki er ábyrgur fyrir öllum sektum eða gjöldum sem stafa af notkun hans á ökutækinu. Þetta felur í sér en er ekki takmarkað við: stöðusektir, kílómetragjald, sbr. lög nr. 101/2023, umferðarlagabrot, hraðakstur og sektir frá hraðamyndavélum, gjöld fyrir bílastæði eða vegtolla.
Leigutaki/bílstjóri má ekki:
Aka ökutækinu þar sem ekki má aka skv. lögum, t.d. á vegum sem lokaðir eru af Vegagerðinni, utan vegar eða á ómerktum vegslóðum, á ströndum eða öðrum sandlendum svæðum eða einhverjum öðrum veglausum svæðum. Brot á þessu ákvæði varðar við sekt að fjárhæð 300.000 kr. sem rukkast af Blue Car Rental auk sektar sem kann að hafa verið rukkuð af lögreglu.
Aka ökutækinu á fjall- eða hálendisvegi, eða vegi merktum „F“ á korti eða vegskilti. Þetta á einnig við um Kjöl (vegur 35), Kaldadal (vegur 550) og Sprengisand (vegur 26), nema að ökutæki sé fjórhjóladrifið, ætlað og samþykkt til slíkrar notkunar af Blue Car Rental. Brot á þessu ákveði varðar við sekt að fjárhæð 75.000 kr., auk 15 kr. fyrir hvern kílómetra sem ekinn er á bönnuðum vegi.
Aka ökutækinu undir áhrifum áfengis, eftirlitsskyldra eða ólöglegra efna. Brot á þessu ákvæði varðar við sekt að fjárhæð 150.000 kr., sem rukkast af Blue Car Rental auk sektar sem kann að hafa verið rukkuð af lögreglu. Framangreind ákvæði um sekt hafa ekki áhrif á skyldur leigutaka um að greiða Blue Car Rental bætur vegna tjóns á ökutækinu.
Aka í eða yfir vatn eða á af einhverju tagi, án þess að axla fulla ábyrgð á bílnum.
Aka í snjóbökkum, á ís, á jöklum eða á frosnum vötnum.
Reykja í ökutækinu. Bendi eitthvað til tóbaks-, veip eða annarskonar reykinga í ökutæki er Blue Car Rental heimilt að rukka hreinsunargjald, a.m.k. 45.000 kr.
Fara með ökutæki hvert sem er utan Íslands án skriflegs og undirritaðs leyfis frá Blue Car Rental.
Blue Car Rental ber ekki ábyrgð á hlutum sem leigutaki skilur eftir eða flytur í ökutækinu.
Leigutaki samþykkir að greiða Blue Car Rental ef óskað er:
Innborgun sem jafngildir áætluðum kostnaði við að leigja ökutækið.
Allan kostnað sem fellur á Blue Car Rental við að flytja ökutæki ef það hefur verið skilið eftir eftirlitslaust.
Útgjöld sem kunna að stafa af notkun leigutaka á bílnum.
Leigutaka er ekki heimilt að láta gera við eða breyta bílnum eða fylgihlutum, eða að setja ökutækið upp sem hvers konar tryggingu eða ábyrgð án fyrir fram skriflegs samþykkis Blue Car Rental.
Leigutaka er ekki heimilt að nota ökutækið til farþegaflutninga gegn greiðslu, lána það til annarra eða framleiga það nema með sérstöku samþykki leigusala
Leigutaki ber ábyrgð á því að fara með ökutækið til bifreiðaskoðunar á réttum tíma en kostnaður er þó á leigusala. Vanræki leigutaki þessa skyldu skal vanrækslugjaldið sem ákvarðað er af hinu opinbera hverju sinni leggjast á leigutaka.
Leigutaka er skylt að koma með ökutækið til hefðbundinnar þjónustuskoðunar þegar leigusali kallar eftir því. Vanræki leigutaki þessa skyldu telst það brot á samningi þessum sem kann að leiða til riftunar.
Hafi tjón orðið á bílnum eða slys skal leigutaki tilkynna um atburðinn til leigusala og viðkomandi lögregluyfirvalda eða annarra þess til bæra aðila ef svo ber undir auk þess að fylla út tjónstilkynningu. Sé þessu ekki framfylgt ber leigutaki fulla ábyrgð á tjóni.
SKYLDUR BLUE CAR RENTAL
Blue Car Rental ber ábyrgð á að gera allt til að tryggja afhendingu ökutækisins á fyrir fram ákveðnum tíma og í samræmi við allar kröfur og að afhenda hreint ökutæki með fullan eldsneytistank. Ef Blue Car Rental getur ekki, af einhverjum ástæðum, afhent bíl á réttum tíma verður bíll af svipuðum eða hærri flokki boðinn í staðinn. Ef Blue Car Rental tekst ekki að útvegi bíl með fullan eldsneytistank er leigutaka heimilt að skila ökutækinu með sama eldsneytisstigi og fram kemur á ástandsskýrslu ökutækisins.
Blue Car Rental ábyrgist að ökutækið standist settar kröfur og að allar opinberar skráningar og kröfur séu uppfylltar.
Ef ökutæki bilar vegna venjulegs slits eða af einhverjum öðrum ástæðum sem ekki er hægt að rekja til leigutaka ber Blue Car Rental að afhenda leigutaka sambærilegt ökutæki eins fljótt og auðið er. Að öðrum kosti getur Blue Car Rental fengið þjónustuaðila til gera við ökutækið án tafar.
Blue Car Rental skal upplýsa leigutaka um innihald þessa leigusamnings og sérstaklega þær skyldur sem leigutaki tekur á sig með því að undirrita hann.
Ef Blue Car Rental óskar þess að takmarka notkun ökutækis er varðar búnað þess eða vegaaðstæður skal það gert skriflega við undirritun þessa samnings.
Blue Car Rental ábyrgist að viðhalda gildri ábyrgðartryggingu vegna starfsemi sinnar.
Blue Car Rental ber ekki ábyrgð á tjóni eða hvarfi á hlutum sem skildir eru eftir í ökutæki eða fluttir eru með ökutæki af leigutaka eða öðrum.
Blue Car Rental ber ekki ábyrgð á hlutum sem skildir eru eftir í ökutæki við skil. Að beiðni og ef hluturinn er fundinn getur Blue Car Rental sent hlutinn aftur til eiganda síns. Umsýslugjald að upphæð 4.500 kr. er rukkuð af Blue Car Rental fyrir þessa þjónustu. Verð er mismunandi og fer eftir stærð hlutar og fjarlægðar sendingar. Leigutaki samþykkir að gjald þetta verði skuldfært af kreditkorti sem leigutaki lagði fram við upphaf leigu eða innheimt með reikningi.
TRYGGINGAR OG EIGIN ÁBYRGÐ
Blue Car Rental ehf. er dreifingaraðili trygginga fyrir hönd Vátryggingafélag Íslands hf og þiggur sem slíkur, eða áskilur sé rétt til að þiggja sem slíkur, endurgjald frá leigutaka vegna keyptra trygginga leigutaka.
Leigugjaldið felur í sér lögboðna ökutækjatryggingu, þ.m.t. ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns auk kaskótryggingar (CDW)
Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri fjárhæð sem kveðið er á um í íslenskum lögum hverju sinni. Ef leigjandi veldur af einhverjum ástæðum tjóni á öðru ökutæki, án þess að valda skemmdum á hinu leigða ökutæki, er sjálfsábyrgð hans 35.000 kr.
Komi til skemmdar á ökutæki ber leigutaki fulla ábyrgð. Leigutaki getur keypt sérstakar tryggingar gegn tjóni a bílnum sem lækkar sjálfsábyrgð hans í tilfelli tjóns niður í þá upphæð sem tekin er fram á framhlið þessa leigusamnings.
Ofangreindar tryggingar tryggja þó aldrei:
Skemmdir af ásettu ráði eða af sök stórkostlegrar óvarkárni ökumanns.
Skemmdir sem verða þegar ökumaðurinn er undir áhrifum áfengis, örvunar- eða deyfilyfja, eða að öðru leyti ófær um að stjórna bifreiðinni á tryggilegan hátt.
Skemmdir af völdum óskráðs bílstjóra.
Skemmdir vegna kappaksturs eða reynsluaksturs.
Skemmdir af hernaði, uppreisn, óeirðum og óspektum.
Skemmdir af völdum dýra
Brunagöt á sætum, teppum eða mottum.
Skemmdir er aðeins varða hjól, hjólbarða, fjaðrir, rafgeymi, gler (annað en rúður), útvarpi, svo og tjón vegna stuldar einstakra hluta ökutækis og skemmdir sem af því stafa.
Skemmdir af akstri á ósléttri akbraut, svo sem á gírkassa, drifi, öðrum hlutum í eða á undirvagni ökutækisins, skemmdir á undirvagni er hljótast af því að ökutækið tekur niðri á ójöfnum akbrautum, svo sem hryggjum eftir veghefla, jarðföstu grjóti á akbraut eða við akbrautarbrúnir. Sama gildir um skemmdir er verða þegar laust grjót hrekkur undir ökutækið í akstri.
Skemmdir vegna aksturs þar sem bannað er að aka ökutækinu, svo og við akstur á vegatroðningum, götuslóðum, snjósköflum, ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða eða utan vegar.
Skemmdir á fólksbílum sem verða við akstur á vegum sem eru F-merktir á opinberum kortum og á vegunum um Kjöl (vegur 35), Kaldadal (vegur 550) og Sprengisand (vegur 26). (Þetta á ekki við um fjórhjóladrifin ökutæki sem leyfð eru af Blue Car Rental á fjallvegum – leyfðir bílar eru tryggðir á öllum opnum vegum og slóðum).
Vatnsskaða á ökutæki, rafkerfi þess, aukahlutum og vél.
Tjón af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á ökutækið, aðeins sand- og öskutrygging (SAAP) bætir slík tjón.
Ef hurð fýkur upp í vindi og tjón verður.
Tjón á toppi ökutækisins sem hlýst af því að standa, sitja, festa hluti eða klifra á bílnum eða af hvers kyns öðrum aðgerðum sem falla ekki undir reglulega notkun ökutækis.
Ef ökutækið er flutt sjóleiðina bætist ekki tjón af völdum sjóbleytu.
Vísað er í almenna skilmála fyrir kaskótryggingu er settir eru af VÍS (sjá www.vis.is)
Kostnaður við að sækja skemmt ökutæki sem ekki er skilað á fyrir fram ákveðinn skilastað. Endurheimtunargjald er 350 kr. á hvern kílómetra utan Reykjavíkur eða að minnsta kosti 35.000 kr.
Engar tryggingar ná til undirvagnstjóna, tjóna á dekkjum eða hjólum eða tjóna af völdum vatns þegar ekið er yfir ár, djúpa vatnspolla eða vötn. Það sama gildir ef leigutaki setur eldsneyti, vatn, olíu eða önnur leysiefni í rangan tank á ökutæki.
Í tilfellum þar sem tryggingar ná ekki til tjóna ber leigutaki fulla ábyrgð og kostnað.
Leigutaki ber ábyrgð á kostnaði sem fellur til vegna tjóns- og þjónustutengdra þátta er snúa að dekkjum- og felgum sem springa eða skemmast. Það sama gildir um viðgerðir- og þjónustutengda þætti sem ekki er hægt að rekja til leigusala heldur eru á ábyrgð leigutaka, s.s. vegna óeðlilegs slits eða slæmri meðferð á ökutæki.
ALMENNIR SKILMÁLAR
Leigutaki staðfestir með undirritun sinni á leigusamning þennan að hafa tekið við ökutækinu og fylgihlutum í góðu ásigkomulagi.
Óski leigutaki að skila inn ökutæki áður en samningur er liðinn skal fara fram uppgjör á leigu sem nemur allt að þriggja mánaða leigu auk riftunargjalds að upphæð 100.000 kr.
Verði annar hvor aðili þessa samnings uppvís að brotum eða vanefndum á samningi þessum er viðkomandi heimilt að krefjast riftunar svo lengi sem þeim aðila sem riftunin beinist að hafi verið gefið tækifæri til úrbóta og/eða samkomulag hafi ekki náðst milli aðila.
Viðaukar og breytingar á skilmálum og ákvæðum leigusamnings skulu vera skriflegir og skulu vera samþykktir skriflega af Blue Car Rental.
Þessi leigusamningur og allir samningar sem gerður eru á grundvelli þessa samnings og ákvæða hans falla undir íslensk lög. Þetta felur í sér allar kröfur um bætur sem kunna að verða gerðar. Þetta á bæði við um grundvöll og útreikning bóta. Það sama gildir um skaðabótakröfur sem byggja á ábyrgð utan þessa samnings. Ef upp kemur ágreiningur eða rísi mál út af samningi þessum skal það höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness.