Grunnvernd er innifalin í verði en um er að ræða lögboðna ökutækjatryggingu, slysatryggingu ökumanns og kaskótryggingu með sjálfsábyrgð sem má sjá hér fyrir neðan.
Sjálfsábyrgð minni ökutækja er 150.000 kr.
Sjálfsábyrgð stærri ökutækja er 240.000 kr.
Sjálfsábyrgð framrúðu á minni ökutækjum er 75.000 kr.
Sjálfsábyrgð framrúðu á stærri ökutækjum er 110.000 kr.
Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri fjárhæð sem kveðið er á um í íslenskum lögum hverju sinni. Ef leigjandi veldur af einhverjum ástæðum tjóni á öðru ökutæki, án þess að valda skemmdum á hinu leigða ökutæki, er sjálfsábyrgð hans 35.000 kr.
Komi til skemmdar á ökutæki ber leigutaki fulla ábyrgð. En með Bluevernd fer öll sjálfsábyrgð niður í 0 kr. svo fremi að skemmdir komi ekki til vegna atriða sem tilgreind eru í leiguskilmála, grein 32.
Kostnaður Bluevernd er sem hér segir.
Í stærri ökutækjum 7.990 kr sem bætast ofan á leigugjald um hver mánaðarmót.
Í minni ökutækjum 4.990 kr sem bætast ofan á leigugjald um hver mánaðarmót.