Afhendingar á okkar bifreiðum fara fram á Blikavöllum 3 eða í útibúi okkar á Fiskislóð 22. Leigjandi einfaldlega tilgreinir í samningaferli hvar hann vill fá bifreiðina afhenda.
Lágmarks leigutími er 3 mánuðir og hægt er gera leigusamning til allt að 36 mánaða. Ef þú hefur einhverjar aðrar þarfir þá er ekkert mál að hafa samband og við skoðum allt með opnum hug.
Lágmarksaldur til að leigja bíl í langtímaleigu hjá Blue Car Rental er 18 ár. Leigutaki þarf að sýna fram á það að hann sé búinn að vera með gilt ökuskírteini í a.m.k. 1 ár.
Bílum er skilað á Blikavöll 3 eða á Fiskislóð 22. Bíll skal vera þrifalegur, ef bíll er mjög óhreinn þá áskilur Blue Car Rental sér þann rétt að þrífa á kostnað leigutaka. Bíll þarf ávallt að vera fullur af eldsneyti. Farið er yfir bílinn og ástand metið.
Um áramótin 2023/2024 voru samþykkt ný lög sem ná yfir rafmagns- og tengiltvinnbíla. Á árinu 2024 er gjald á rafbíla 6 krónur á hvern ekinn kílómetra en 2 krónur á tengiltvinnbíla. Miðað verður við 1500 km akstur á mánuði og innheimt gjald út frá því eða 9.000 kr. á rafbíla og 3.000 kr. á tengiltvinnbíla. Eftir árs leigutíma er kílómetrastaða tekin og uppgjör fer fram. Ef kílómetrastaða er undir 1.500 km á mánuði endurgreiðum við leigutaka. Ef kílómetrastaða er meiri en 1.500 km
Gjald fyrir umfram ekna kílómetra fer eftir stærð bifreiða. Gjaldið er 15-20 kr. fyrir fólksbíla en 18-24 kr. fyrir jepplinga og jeppa.
Flestir leigutakar velja að fá rafrænan greiðsluseðil í heimabanka og reikning í tölvupósti. Einnig er hægt að greiða með beingreiðslu ef það hentar betur.
Blue Car Rental er með allar sínar bifreiðar tryggðar hjá VÍS. Ef tjón verður eða ef leigutaki er valdur að tjóni ber leigutaka að tilkynna það á langtimaleiga@bluecarrental.is Starfsfólk Blue Car Rental aðstoðar svo leigutaka í gegnum allt ferlið.
Ef bifreið bilar er best að senda mail á langtimaleiga@bluecarrental.is og starfsfólk aðstoðar þig með næstu skref. Ef bilun leiðir til þess að viðgerð tekur lengri tíma en 1 klst þá útvegum við lánsbíl.
Allar bifreiðar í langtímaleigu hjá Blue Car Rental eru með lögboðnar ökutækjatryggingar sem inniheldur ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila og slysatryggingu ökumanns og farþega. Að auki er kaskótrygging með tiltekinni sjálfsábyrgð. Sjálfsábyrgð á stærri bílum er 240.000 kr og á minni bílum 150.000. Ef leigutaki velur að greiða fyrir Bluevernd, sem er 7.990 á mánuði fyrir stærri bíla og 4.990 fyrir minni bíla, er sjálfsábyrgð engin.
Fyrir þá sem búa á Reykjanessvæðinu er öll þjónusta á Hólmbergsbraut 1. Þeir sem búa á Reykjavíkursvæðinu geta sótt alla dekkjaþjónustu til Kletts með því að bóka tíma hér Klettur - Pöntun . Smur- og þjónustuskoðun á Reykjavíkursvæði fer eftir því hvernig bíl leigutaki er með. Best er að senda fyrirspurn á langtimaleiga@bluecarrental.is og starfsfólk aðstoðar þig með næstu skref.